Fólkið

Þórarinn Malmquist
arkitekt
GSM: +(354) 663-2293
Netfang: thorarinn[at]tendra.is

Jóhann Sigurðsson
arkitekt
GSM: +(354) 696-9905
Netfang: johann[at]tendra.is

Rong

Lýsing

Verkefnið ber heitið ”Lífið í sprungunum” og er niðurstaða 1. verðlaunatillögu í samkeppni sem var haldin af sveitafélaginu Øygarden 2010.

Byggingin samanstendur af fjölnotasal, fyrirlestrarsal fyrir 350 manns, bókasafni, kennslurýma og mötuneyti fyrir barnaskóla Øydarden, íþróttasal, keilusal, leik- og tónlistarrými.

Byggingin er vel sýnileg án þess að vera yfirdrifin og er hún brotin upp í nokkra byggingarhluta og laga sig vel að umhverfinu og aðliggjandi byggð. Litir byggingarinnar eru bjartir án þess að vera framandi í umhverfinu. Notkun á rauða litnum og furunni er innblásin af aðliggjandi byggð. Þak byggingarinnar er brotin upp í misstóra hluta sem eru hliðraðir. ”Sprungurnar” á milli þeirra hleypa inn dagsbirtu yfir daginn en að sama skapi hleypa þær ljósgeislum út á kvöldin.

Sprungurnar eru tilvísun í jarðfræði staðarins og sprungumyndanir í berginu í kring.

o.

Jóhann stýrði verkefninu fyrir hönd Batterísins arkitekta

Upplýsingar

Heiti verkefnis Flerbrukshall i Rong –Samkeppni/Forprosjekt
Heimilisfang Tednebakkane í Rong
Verkaupi Øygarden kommune
Samstarf: Batteríið Arkitektar og Arkitektgruppen Cubus
Stærð 5100 m²