Kannik Park

Um er að ræða fimm hæða fjölbýlishúsnæði með 25 íbúðum auk verslunarrýmis og bílakjallara í miðbæ Stavanger

Um er að ræða loka hönnun og gerð verkteikninga fjölbýlishúsnæðis í samráði við alverktaka.

Byggingin er í miðbæ Stavanger. Fjölbýlishúsið er á 5 hæðum með 25 íbúðum, auk tveggja hæða verslunar-/skrifstofuhúsnæðis og bílakjallara. Burðavirki byggingarinnar er með staðsteyptum burðarveggjum milli íbúða og staðsteyptum milliplötum. Útveggir eru léttir og klæddir gráum Granít flísum að undantekinni efstu hæðinni sem er inndregin og er klædd með timbri. Allar svalir eru aflokaðar til að uppfylla ýtrustu hljóðkröfur en einnig til að auka notkunarmöguleika – í skjóli fyrir veðri og vindum. Sameiginlegt útivistarsvæði er á þaki byggingarinnar.

Heiti verksKannik Park
HeimilisfangSt. Svithunsgate 13, Stavanger, Noregur
VerkkaupiMadlandgruppen AS
Þrívíddar-myndir Ensign
Stærð4000 m²
Verklok2012