maí
13
2022
0 Comments
40 femti BF3 Verslanir og íbúðir
Götureitur í miðbæ Sola í Noregi. Samanlegt um 140 íbúðir á reitnum, 2.500m2 af verslun og þjónustu, auk bílakjallara. Lögð var áhersla á skjólgóðan sameiginlegan garð sem gegnir einnig hlutverki sem nokkurs konar almenninsgarður fyrir Sola sem tengir saman ólíka hluta miðbæjarins. Þannig glæðir garðurinn miðbæinn lífi og öfugt. Þeir hlutar bygginga sem snúa að svölum eru klæddir með timburklæðningu sem gefur hlýlegt útlit en tengir jafnframt við norskar hefðir.
Heiti verks: | 40femti BF3 – Verslanir og íbúðir |
Staðsetning: | Solakrossvegen 3, Sola |
Stærð: | ca. 2.700m2 auk bílakjallara |
Fjöldi íbúða: | 17 |
Verkkaupi: | Masiv bygg AS |
Verklok: | 2021 |