ÁSHAMAR LEIKSKÓLI

Samkeppni á alútboðsformi um nýjan leikskóla við Áshamar í Hafnarfirði. Tillagan er unnin í samvinnu við Ístak og Eflu. Leikskólinn verður staðsettur í suðurjaðri byggðarinnar á fallegum stað undir hamri og umlukinn hrauni.

Um er að ræða 6 deilda leikskóla fyrir allt að 120 börn á aldrinum 1-6 ára. Stærð skólans verður um 1.200m2. Tillagan er á einni hæð og snúa deildir barnanna inn að leikskólalóðinni en stoðrými eru staðsett norðanmegin. Byggingin samanstendur af fimm álmum sem umlykja sameiginlegt miðsvæði með inngarði. Þrjár álmanna haf að geyma tvær leikskóladeildir hver, fjórða er fyrir fjölnotasal og eldhús og sú fimmta fyrir aðstöðu starfsmanna.

Áhersla er lögð á að nota endingargóð og viðhaldslétt efni, sem lágmarka hættu á rakaskemmdum á líftíma byggingarinnar og náttúruleg efni og liti sem taka mið af umhverfi leikskólans. Útveggir eru að megninu til gerðir úr forsteyptum samlokueiningum og veðurkápan með lóðréttu mynstri. Útveggir í miðrými eru úr forsteyptum burðarveggjum, einangraðir og klæddir með íslensku lerki eða glerjaðir. Steyptir veggir fá að njóta sín að innan þar sem það á við en annars eru veggir málaðir í ljósum jarðlitum. Þak er með gróðurþekju sem svipar til núverandi gróðurþekju á lóðinni.