Kynslóðahús í Dalaþingi

Kynslóðahús fyrir fjórar kynslóðir í Kópavogi. 

Í húsinu eru fjórar íbúðareiningar af mismunandi stærð auk sameiginlegs fjölnotarýmis í miðju hússins. Fjölnotarýmið nýtist sem borðstofa fyrir sameiginlega kvöldverði með stórfjölskyldunni, karókí eða annað, á svipaðan hátt og alrými langhúsa gerðu á sínum tíma. Stærð íbúðareininga og sveigjanleiki gera það að verkum að íbúar geta flutt sig til innan hússins og aðlagað húsið mismunandi þörfum og æviskeiðum.  Efnisval er einfalt;  Helstu veggir eru sjónsteyptir og torf á þaki. 

Húsið sækir hugmyndafræði að hluta í gömlu kjarnafjölskylduna þar sem margar kynslóðir bjuggu saman og nutu góðs af eiginleikum hverrar annarrar.  Þessi hugmyndafræði á vel við í dag, þar sem báðir foreldrar vinna úti og meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi, auk þess sem einmanaleiki virðist vera vaxandi vandamál í ýmsum aldurshópum á Vesturlöndum. Í kynslóðahúsi sem þessu græða allir. Eldri borgarar geta búið lengur heima, viska og þekking deilist á milli kynslóða og auk þess dreifast heimilisstörfin og kostnaður af heimilishaldi á fleiri hendur. Síðast en ekki síst, þá hvetur húsið til samveru.

Ljósmyndir@Nanne Springer

Heiti verksKynslóðahús í Dalaþingi
HeimilisfangDalaþing 14-16
Stærð500 m²
VerklokÍ stöðugri þróun