Eiganes Holberg

Um er að ræða þrjár byggingar með samtals 87 íbúðum auk bílakjallara. Bygging A 29 íbúðir, bygging B 25 íbúðir og bygging C 33 íbúðir.

Byggingarnar eru allar með hátt til lofts og stórum gluggum en uppfylla þrátt fyrir þetta háar orkukröfur (þar sem meðal annars er notast við glugga með U gildi 0,8). Byggingarnar eru með staðsteyptum milliplötum og burðarveggjum milli íbúða vegna hljóðvistar en útveggir eru léttir. Útveggjaklæðning er að mestu múrsteinn, pokapússaður með hvítri kalk pússningu. En einnig er notast við timbur í tengslum við innganga og á efstu hæð sem er inndregin. Allar íbúðir hafa birtu frá a.m.k. 2 hliðum og sama á við um útisvæði / svalir sem eru á báðum hliðum.

Heiti verksEiganes Holberg
HeimilisfangStavanger, Noregur
VerkkaupiEiganes B3 AS
HönnuðurÞórarinn Malmquist
ÞrívíddarmyndirEnsign
Stærð13.995 m²
Verklok2012