Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Viðbygging.

Eldri hluti skólans var byggður á sjöunda áratugnum og hefur hann sterk „arkitektónísk“ einkenni. Við hönnun viðbyggingarinnar var borin virðing fyrir þessum einkennum og hún aðlöguð að eldra húsinu hvað varðar form og hlutföll. Viðbyggingin hefur engu að síður sín eigin einkenni og er skýr munur á eldri og nýrri hluta skólans. Viðbyggingin skiptist í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða stóra fjölnota- og fyrirlestrarsali sem gengið er niður í úr aðalanddyri skólans. Salirnir opnast til suðurs þar sem við blasir eins konar „amphitheater“ í grasbrekku sem hallar að byggingunni. Hins vegar er um kennslu- og skrifstofuálmu að ræða, sem tengist einu horni eldra hússins. Stór hluti þeirrar álmu er tileinkaður fjölfötluðum nemendum með miklar sérþarfir. M.a. var hönnuð sundlaug fyrir þessa nemendur í viðbyggingunni.

Byggingin er staðsteypt og kennsluálmur múrhúðaðar og málaðar hvítar eins og eldri hluti byggingarinnar. Útveggir salanna eru klæddir eirklæðningu og þakið lagt úthagatorfi.

Myndir @Nanne Springer

Heiti verksFjölbrautaskólinn við Ármúla
StaðsetningÁrmúli, Reykjavík
Stærð4.000 m2
VerkkaupiMenntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg
Verklok2011