Heilsuþorp HNLFÍ

Stígandi – framtíðarsýn heilsuþorps HNLFÍ

Samkeppnistillaga 2020 um endurbætta heislustofnun, heilsudvalarstað og heilsulind í Hveragerði.
Tillagan er unnin í samstarfi við MAD arkitekter.

Aðalhugmynd tillögunnar byggist á því að skapa þorp sem er að hluta til reist á grunnum þeirra bygginga sem verða rifnar. Á milli bygginga eru gróðurhús og umferðarleiðir sem eru hugsuð sem yfirbyggðir en grænir göngustígar, enda hafa rannsóknir sýnt að hreyfing og návist við gróður hafa góð áhrif á og flýta fyrir bata.

Gróðurhús og gangar eru samofin öðrum byggingum og mynda græn lungu hér og þar sem gestir HNLFÍ geta notið, en eykur jafnframt meðvitund um sjálfbæra menningu og sögu Heilsustofnunarinnar og staðaranda Hveragerðisbæjar.