mar
16
2016
0 Comments
in Íbúðarhúsnæði, Tendra
Kanalgata
Byggingin hlaut fyrstu verðlaun í lokaðri alútboðssamkeppni fyrir bæjarfélagið Sandnes í Noregi .
Byggingin samanstendur af 28 félagslegum leiguíbúðum, starfsmannarýmum og bílageymslu. Henni er deilt í tvo byggingahluta með sameiginlegu stigarými. Þessum byggingahlutum er svo hliðrað til bæði lóðrétt og lárétt til að skapa leik í formi og ásýnd auk þess sem bílageymslan er hálfniðurgrafin. Svalainngangar eru á þremur hæðum og svalir lokaðar með gleri. Á þaki byggingarinnar er sameiginlegur þakgarður.
Heiti verks | Kanalgata – félagslegar íbúðir |
Heimilisfang | Kanalgata 6-8, Sandnes |
Verkkaupi | Kruse Smith AS |
Hönnuður | Þórarinn Malmquist stýrði verkinu fyrir Batteríið arkitekta |
Stærð | 2228 m2 |
Verklok | 2012 |