Kjerrberget ungdomsskole

Skólinn var byggður á árunum 2019-21 og tekin í notkun haustið 2021. Skólinn er byggður fyrir 420 nemendur en hefur svigrúm til þess að rúma allt að  630 nemendur.

Rúmgóður fjölnotasalur er hjarta hússins þar sem allir nemendur skólans geta sameinast í, á samkomum skólans.

Skólinn er fullbúinn allri nútímatækni og auk hinna hefðbunda rýma sem fylgja skólum, ss. kennslurými, matsalur, íþróttasal, bókasafn, stoðrými og skrifstofum fyrir starsfólk, osvfrv.  Þá er mikil fjöldi sérhæfðra kennslurýma, fyrir skapandi greinar og raungreinar. Sem dæmi þá eru í raungreinastofum fullkominn búnaður sem er tengdur sólarcellum á þakinu þannig að nemendur geta fylgst og lært af þeim og orkuframleiðslunni. Sum af þessum rýmum eru skipulögð þannig að þau geta verið leigð út á kvöldin til ótengdra aðila.

Mikið var lagt í vandaða hönnun og frágang skólanss sjálf, vönduð og klassíks efni  voru valin sem þola ágang og álag.

Jafnframt var mikið lagt í lóðarhönnun þar sem fjölbreytt svæði hennar eiga að hvetja til hreyfingar, samveru og geta verið notuð í kennslu. Þar mætti nefna strandblaksvöll, klifurvegg, fótboltavöll, körfuboltavöll, fimleikatæki, ss. jafnvægiskúlur og línur, trampolín og parkúrgarð auk hjóla og hjólbrettasvæðis. Jafnframt er útbúið svæði til útikennslu í listgreinum og matreiðslu.

Verkkaupi: Sola kommune
Verktaki: Sola kommune
Arktiktetar: Tendra