Oceaneering

Verkefnið var að gera hagkvæmniskönnun og einföld frumdrög að nýjum höfuðstöðvum Oceaneering i Stavanger. Frumdrögin voru hluti af tilboði verktakans Lothe Bygg AS um lóð og byggingu nýrra höfuðstöðva fyrir alþjóðafyrirtækið Oceaneering i Stavanger. Lóðin sem Lothe Bygg AS bauð var 26.365 m² og var staðsett í „Forus Næringspark“.

Við lögðum mikla áherslu á innra skipulag og vinnsluferla í verkstæðishluta með hagkvæmni og öryggi í huga. Megin hugmyndin er því línuleg mötun annarsvegar fyrir vöruaðkomu og hinsvegar mötun verkstæða og lagers innanhúss. Við lögðum einnig áherslu á hagkvæmni í byggingu og rekstri mannvirkjanna án þess að ganga á gæði arkitektúrs og vinnuumhverfis td. með tilliti til náttúrulegrar lýsingar. Skipulagið tekur mið af því að aðkoma að lóð sé úr suðvestri, Hér er sér aðkoma að aðalinngangi og skrifstofuhluta svo sameiginleg aðkoma fyrir vöruafgreiðslu fyrir verkstæði, tilraunasali og lagersali á aflokuðu, vöktuðu svæði meðfram öllum vesturhluta lóðarinnar. Mötun innanhúss og staðsetning stoðrýma er svo í austurhluta lóðar með hagkvæmni og öryggi í huga. Í frumdrögum sýndum við auk þess 3 mismunandi útfærslur á skrifstofuhluta ( A,B og C ) þar sem þennan byggingarhluta var hægt að forma á mismunandi hátt án þess að það hefði áhrif á megin flæði innanhúss.

Heiti verksOceaneering As Hovedkvarter, Stavanger
HeimilisfangForus Næringspark, Sola Kommune
Verkkaupi Lothe Bygg AS
Stærð43.700 m²
Verklok2011