Fjölnotahús í Rong

Verkefnið heitir „Lífið í sprungunum“ og hlaut 1. verðlaun í samkeppni sem sveitarfélagið Øygarden hélt árið 2010.

Húsið samanstendur af fjölnotasal, fyrirlestrasal fyrir 350 manns, bókasafni, kennslustofu og mötuneyti fyrir Øygarden grunnskóla, íþróttasal, keilu, leik- og tónlistarsal.

Byggingin sést vel án þess að vera of áberandi og skiptist hún í nokkra hluta og aðlagar sig vel að umhverfi og aðliggjandi byggingum. Litirnir í byggingunni eru bjartir án þess að vera framandi umhverfinu. Notkun rauða litarins og furunnar er innblásin af aðliggjandi byggingum. Þak hússins er brotið upp í hluta af mismunandi stærðum sem færast til.

Sprungurnar eru tilvísun í jarðfræði staðarins og sprungur í berginu í kring. Sprungurnar í húsinu hleypa dagsbirtu inn á daginn en á sama tíma hleypa þeir frá sér ljósgeislum á kvöldin.

Heiti verkefnisLivet i sprekkene
Flerbrukshall i Rong
HeimilisfangTednebakkane í Rong
VerkaupiØygarden kommune
Stærð5100 m²
Verklok