Skarfabakki
Skarfabakki, ný farþegamiðstöð og fjölnotahús. Vinningstillaga úr samkeppni Faxaflóahafna. Byggingin verður BREEAM vottuð.
Skarfabakki er samstarfsverkefni arkitektastofanna Tendra, Grímu og A2F undir nafninu BROKKR og er unnið í samstarfi við VSÓ, Trivium og ÍAV.
Markmiðið er að hanna fjölnota byggingu sem nýtist sem farþegamiðstöð stóran hluta úr ári en annars fyrir viðburði af ýmsu tagi. Í hönnun byggingarinnar er því lögð áhersla á góða yfirsýn, flæði og skilvikni með mikinn sveigjanleika. Grunnhugmyndin er mjög sveigjanlegt rými „Black Box“ á tveimur hæðum, umlukið stoðrýmum og umferðarrýmum sem tengja alla inn- og útganga og skapa gott flæði.
Staðsetningin er einstök með tilliti til útsýnis og er tekið mið af því við hönnun byggingarinnar.
Verkefni: | Skarfabakki, Farþegamiðstöð/Fjölnotahús |
Staðsetning: | Skarfabakki í Reykjavík |
Stærð: | 5.300 m2 |
Verkkaupi: | Faxaflóahafnir |
Áætluð verklok: | 2025 |











